12. apríl, 2024
Vörukynning hjá Kýrlandi í næstu viku
Fimmtudaginn 18. apríl og föstudaginn 19. apríl nk. kl.14-17, verður vörukynning og fræðsla hjá Kýrlandi að Dynskálum 30 á Hellu. Komdu og kynntu þér allt það sem Kýrland hefur upp á að bjóða, s.s. velferðargólf, íblöndunarefni, stæðuplast, básadýnur, mænisglugga, dælubúnað, kjarnfóðurkassa o.fl.
Heitt á könnunni – hlökkum til að sjá ykkur sem flest!