Fagmennska – Framsækni – Sjálfbærni

Kýrland annast ráðgjöf í fóðrun, sjúkdómavörnum og aðbúnaði dýra, einkum nautgripa og hrossa.

Kýrland flytur inn landbúnaðartengdar vörur með það að markmiði að bæta heilbrigði dýra og hag bænda.

Stefna Kýrlands

  • Vinna að framförum í íslenskum landbúnaði bæði með fræðslu og innleiðingu á tækninýjungum.
  • Vinna að aukinni þekkingu bænda á fóðuröflun, fóðrun og aðbúnaði.
  • Vinna að aukinni sjálfbærni í íslenskum landbúnaði.

Eigandi

Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir annast rekstur Kýrlands. Grétar Hrafn er með sérmenntun í fóðrun og efnaskiptasjúkdómum. Fyrri störf eru m.a. almennar dýralækningar, héraðsdýralæknir í Helluumdæmi og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.