Kýrland veitir ráðgjöf varðandi aðbúnað hrossa.
Hvað er átt við með Hestar í frjálsri vist? Erlendis er oft notast við hugtakið “active stable”. Í stað hefðbundinna hesthúsa er sérstaklega hannað útisvæði með brynningar- og gjafaaðstöðu og skýli, þar sem hrossin eru frjáls. Helstu kostir umfram hefðbundins hesthúss eru, m.a. náttúrulegra umhverfi, bætt velferð, bætt heilsufar og rólegri hestar. Hægt er að hanna þessa aðstöðu með ýmsum hætti, t.d. er möguleiki á að haga fóðrun á einstaklingsvísu með hjálp sérstakra einstaklings lykla eða á hópvísu, sem er talsvert einfaldara.