Fáðu faglega ráðgjöf

Fóðrun og fóðuráætlanagerð

Fóður er stærsti kostnaðarliðurinn í búrekstri og því er mikilvægt að stunda nákvæmnisfóðrun.

Sjúkdómavarnir í nautgripum

Framleiðslusjúkdómar, þ.e. sjúkdómar tengdir ófullnægjandi aðbúnaði og fóðrun, eru mjög algengir og kostnaðarsamir hér á landi.

Skipulag og hönnun fjósa

Kýrland annast hönnun fjósa undir formerkjunum „vellíðan og heilbrigði“ þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni, gott vinnuumhverfi og velferð gripa. 

Sjúkdómavarnir í hrossum

Aðbúnaður og fóðrun hafa mikil áhrif á heilbrigði og veikindatíðni hrossa. Ein mesta áskorunin í dag er að fóðra hrossin í takt við þarfir.

Hestar í frjálsri vist

Í stað hefðbundinna hesthúsa er sérstaklega hannað útisvæði með brynningar- og gjafaaðstöðu og skýli, þar sem hrossin eru frjáls.