Mygluvarnarefnið NaProp er salt af própíonsýru, selt í 25 kg pokum og leysanlegt í vatni. Efnið hefur einkum þríþætt notagildi.

  1. Mygluvörn fyrir þurrlegt hey (55-80% þurrefni). 25 kg er leyst upp í 100 lítrum og notaðir 2-4 lítrar af lausn í hvert tonn af fóðri.
  2. Mygluvörn við heyverkun í stæður eða gryfjur. Gott er að nota NaProp til að verjast hitamyndun í efsta laginu í stæðum eða gryfjum. 25kg er leyst upp í 200 lítrum af vatni ásamt tveimur bréfum af Sil-All 4×4 eða HeyMAX. Notaðir eru 2-4 lítrar af lausn í hvert tonn af fóðri.
  3. Mygluvörn við votverkun á völsuðu byggi. Ath. byggið má að hámarki vera 65% þurrefni. 25kg eru leyst uppí 200 lítrum af vatni ásamt einu bréfi af HeyCOOL, Sil-All 4×4 eða HeyMAX. Notaðir eru 8 lítrar af lausn í hvert tonn af völsuðu byggi.