Kýrland flytur inn innréttingar frá Beerepoot sem er þýskt fyrirtæki staðsett við landamæri Hollands. Beerepoot hefur framleitt innréttingar í fjós síðan 1964 eða í um 60 ár.

Það sem einkennir innréttingar frá Beerepoot er styrkleiki og notagildi. Innréttingar frá Beerepoot prýða mörg fjós á Íslandi og hafa reynst einstaklega vel. Vöruúrvalið má sjá í vörulista á heimasíðu Beerepoot.