Íblöndunarefnin sem Kýrland flytur inn eru á duftformi og innihalda frostþurrkaða mjólkursýrugerla sem bæta gerjun bæði við heyverkun og votverkun byggs. Duftið er selt í litlum pokum, er auðleysanlegt í volgu vatni (≈ 30°C) og algengasta skömmtun er 2 lítrar í hvert tonn. Efnin smita hvert gramm af heyi með miklum fjölda mjólkursýrugerla, sem keppa við umhverfisgerlana og tryggja hraða gerjun, minna verkunartap og betri verkun.
Hey meðhöndlað með íblöndunarefnum Kýrlands skilar meira og betra fóðri inn á fóðurgang vegna þess að verkunin gengur hraðar fyrir sig og óæskileg efnaskipti umhverfisgerla stöðvast fyrr. Fóðrið verður lystugra, með hærra næringargildi og aukið geymsluþol.
Aukið át og betra næringargildi þýðir meiri afurðir, sem gerir íblöndunarefni Kýrlands mjög mikilvægan og arðbæran þátt í heyverkun metnaðarfullra bænda.
Sil-All 4×4
Íslenskir bændur hafa með góðum árangri notað Sil-All 4×4 í rúma tvo áratugi. Sil-All4x4 er notað við allar heyverkunaraðferðir, rúllur, bagga, gryfjur eða turna. SilAll 4×4 bætir verkun á votverkuðu fóðri á mjög víðu þurrkstigi (20-60%). Sil-All 4×4 inniheldur fjórar tegundir mjólkursýrugerla ásamt hvötum. Efnið tryggir einsleita gerjun, þ.e. framleiðslu á mjólkursýru. Própíonsýra er einnig framleidd í nokkru magni, sem dregur úr virkni ger- og myglusveppa og hitamyndum þegar fóðrið er gefið.
HeyMAX
HeyMAX er íblöndunarefni sem tryggir einsleita gerjun á víðu þurrkstigi. HeyMAX hentar við allar heyverkunaraðferðir, rúllur, bagga, gryfjur og turna. HeyMAX inniheldur fjórar tegundir mjólkursýrugerla.
HeyCOOL
HeyCOOL er einkum ætlað í flatgryfjur eða stæður þar sem talin er hætta á hitamyndun þegar farið er að gefa. Helstu aðstæður sem leiða til hitamyndunar eru: hátt þurrefni í fóðri; ónóg söxun; ónóg þjöppun; óviðunandi tækjabúnaður við losun úr stæðu; breidd og hæð stæðu ekki í samræmi við gjafahraða. HeyCOOL inniheldur tvær tegundir gerla sem skila misleitri gerjun þ.e. framleiðslu á mjólkursýru og ediksýru. Ediksýra dregur úr virkni ger- og myglusveppa.