Grænu CSM velferðargólfin hafa fengið skínandi móttökur hjá bændum. Hvers vegna velja bændur grænu velferðargólfin?
- Mjúkt undirlag eykur velferð og rólegheit gripanna.
- Velferðagólfin henta öllum gripum og koma í tveimur stífleikum, annars vegar fyrir kálfa yngri en 6 mánaða og hins vegar eldri gripi.
- Húsnæði nýtist betur því ekki er þörf á sérstökum legubásum.
- Kúptir plastrenningarnir tryggja hreina gripi.
- Aukin velferð eykur vaxtarhraða, sem gerir grænu velferðargólfin arðbæran kost.
Vilt þú auka velferð og vaxtarhraða þinna gripa?