Til að ná góðum árangri í heyverkun þarf að huga að ótal þáttum. Þeirra á meðal eru: hráefnið, sláttubúnaður, tími á velli, veðurfar, þurrkstig, söxun, íblöndunarefni, dreifing, þjöppun, stærð stæðu, frágangur, plastgerð og ferging.
Kýrland er umboðsaðili Silostop sem framleiðir stæðuplast, veggjaplast, net, gjarðir, malarpoka o.fl. Silostop er leiðandi í framleiðslu plasts sem hleypir ekki súrefni í gegnum sig. Margar gerðir plasts eru í boði en plastið sem hentar íslenskum aðstæðum einna best er Silostop Max. Það er níu laga en samt aðeins 80 micron á þykkt og fellur því vel að heyinu. Þrátt fyrir þunna filmu er styrkleikinn mikill. Súrefnisheldni Silostop er margföld á við algengar stæðuplasttegundir á markaði og gerir Silostop að einstöku stæðuplasti.
Silostop Max stæðuplast:
- Aðeins 80 micron á þykkt
- Engin þörf fyrir undirplast
- Umtalsverður plastsparnaður
- Mikill styrkleiki
- Framúrskarandi súrefnisheldni
- Minnkar verkunartap umtalsvert
- Auðvelt í notkun og vinnusparandi
Silostop veggjaplast
Veggjaplast er notað í gryfjum til að draga úr verkunartapi út við veggina. Veggjplast minnkar líka hættuna á að regnvatn nái inní heyið. Við frágang er það lagt inná heyið og síðan kemur stæðuplastið ofaná.
Secure Cover yfirbreiðsla
Secure Cover er netdúkur sem ver stæðuna fyrir vindi og veðrum, fuglum og dýrum. Netið er krossofið og raknar því ekki upp þó það verði fyrir hnjaski. Secure Cover fæst í ýmsum stærðum sem ætti að henta hverjum og einum. Netin eru alsett lykkjum og því auðvelt að hengja malarpoka utaná netin.
Silostop malarpokar
Malarpokar henta einstaklega vel við að fergja netið og halda því niðri í veðri og vindum. Notuð er möl en ekki sandur í pokana til að viðhalda sveiganleika í frostum.
Silostop gjarðir
10cm breiðar gjarðir, sem liggja þvert á stæðurnar eru notaðar til að hengja malarpoka á í hliðarhalla. Gjarðirnar eru útbúnar með sérstökum krókum.