
4. júní, 2023
Dreifing á íblöndunarefnum og stæðuplasti í fullum gangi
Það styttist í slátt sérstaklega á Norður- og Austurlandi þar sem veðurfar hefur verið mun hagstæðara þar en á Vestur-og Suðurlandi. Dreifing íblöndunarefna og stæðuplasts hefur gengið vel og engar tafir fyrirsjáanlegar. Kýrland óskar bændum góðra veðurskilyrða og góðs gengis í heyskapnum.