Bioret agri er leiðandi fyrirtæki í básdýnum í Evrópu. Algengasta dýnan sem íslenskir bændur hafa valið er Elista, ýmist með eða án vatnskodda fremst í básnum. Þetta er dýna með Latex svampi og gúmmí yfirdúk, sem hentar íslenskum kúm einstaklega vel.
Bioret agri býður einnig uppá vatnsdýnuna Aquastar sem er í raun Elista dýna með tvöföldum yfirdúk þar sem vatni er komið fyrir. Aquastar er mjög spennandi kostur sem hámarkar velferð gripanna.

Rannsóknir sýna að við bestu aðstæður nota kýr básana um 14 klst á sólarhring, liggja í rúma 11 klst og standa í básunum í um 3 klst. Það liggur í augum uppi að yfirborð legubása skiptir miklu máli ef þessar tölur eiga að nást. Hér gildir lögmálið að meiri mýkt er betri en minni.

Bioret agri framleiðir einnig margs konar gúmmí vörur í fjós og hesthús, þ.á.m. gúmmí á ganga og flóra. Heilir flórar hafa ekki notið vinsælda á Íslandi en þar gæti orðið breyting á í framtíðinni þegar meira tillit þarf að taka til umhverfisverndar og sjálfbærni.